Gestabók

Skrifa í Gestabók

  • Skráðir notendur gefi upp notandanafn og lykilorð efst á síðunni og skrifi svo færslu í reitinn hér að neðan. Gestabókarfærslan birtist strax.
  • Óskráðir notendur geta einnig skrifað færslu, en verða beðnir um nafn og netfang eftir að smellt er á "Senda". Þeir fá staðfestingarslóð senda í tölvupósti og þurfa að smella á hana til að gestabókarfærslan birtist.

Gestir:

Kolla

Takk fyrir þetta Heiða mín. Höldum áfram að vera bjartsýnar og hittast við að framleiða eitthvað góðgæti fyrir stórfjölskylduna eins og við gerðum allar s.l. laugardag.

Kolbrún Helgadóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 6. okt. 2008

Týndar gersemar og lyklar að minningum

Það er svo afsakplega mikið til í þessu. Eitt lítið dæmi,þurfti að fá mér rauðan, grænan, bláan og svartan tússpenna fyrir skólann og því fór ég í ritfangabúðina og verslaði pennana. Ef ég hefði fyrst litið í pennaveskið gamla þangað sem ég hef hent í gegnum tíðina allskonar ritfærum, hefði ég áttað mig á því að þar hefði ég fengið rauðan, grænan, bláan og svartan tússpenna og sparað mér tæpar 2000 kr. Þetta var frekar fúl uppgötvun en ég mun láta hana verða mér til eftirbreytni. Annað skemmtilegt við týndar gersemar, þær eru oft lyklar að minningum. Við fundinn rifjast oft upp notalegar og góðar minningar tengdar viðkomandi hlut eða tíma og tíðaranda.

Þórdís Rafnsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 2. okt. 2008

Boltinn er svo sannarlega hjá okkur!

Frábært blogg. kannast við sundbola farið,litla kók í gleri með gat í tappanum, minipilsin sem mamma saumaði...... ég get haldið endalaust áfram. frábæara minningar, laungu komin tími til að slökkva á sjónvarpinu og fara að tala saman og skapa minningar. Kveðja Helga frænka sem er rík af góðum minningum.

Helga Björg Sveinsdóotir (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 17. sept. 2008

sbe

Heiða beib, þú ert nú bara upprennandi rithöfundur! Held að þú ættir að fara að huga að því að senda fleiri greinar inn í blöðin, þú ert alveg með´etta, stelpa!!! Knús,sbe

sbe (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 23. júlí 2008

Vel mælt!

Boltinn er svo sannarlega hjá okkur - það erum fyrst og fremst við sjálf sem stjórnum okkar lífi þ.m.t. neyslu! .)

Þórdís Rafnsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 23. júlí 2008

Penninn í sumarfríi?

Það er greinilega mikið að gera þessar vikurnar enda sumarið búið að vera frábært og með tvö bleyjubörn, manninn í sumarfríi, hraðlestrarnámskeið og sveitina sem kallar þá er kannski ekki svo mikill tími til að sitja við tölvuna og slá en ég hlakka til þess að þú byrjir að nýju!

Þórdís Rafnsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 22. júlí 2008

Til hamingju!

Frábært framtak hjá þér! Líka gott hjá þér að halda bara áfram að vera á þrítugsaldrinum...Ditta

Þórdís Rafnsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 9. júní 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband